CLF-stelpur

Stúlkur á skólastyrk skólaárið 2013-2014

Jackline

Mynd 1

Nanbyaka Jackline er 18 ára gömul og er frá bæ sem heitir Masaka í miðhluta Úganda.

 

Hún stundar nám við heimavistarskóla og er nú á síðasta ári í menntaskóla (S6).

 

Hún er foreldralaus og bjó hjá frænku sinni áður en hún fór í heimavistaskóla. Hún segir að Alnæmisbörn og CLF hafi hjálpað sér mikið. Nú þurfu hún ekki lengur að hafa áhyggjur af skólagjöldum og geti einbeitt sér alfarið að náminu.

 

Helstu áhugamál hennar eru að lesa skáldsögur og horfa á kvikmyndir. Draumur hennar er að verða lögfræðingur.

 

 

Sharon

pic 2

Namujju Sharon er 18 ára gömul og er frá Sematuka í austurhluta Úganda.

 

Hún stundar nám við heimavistarskóla og er nú á síðasta ári í menntaskóla (S6).

 

Hún bjó áður hjá foreldrum sínum ásamt þremur systkinum við mjög erfið kjör. Hún segir að stuðningur Alnæmisbarna hafi hjálpað sér mikið.  Hún geti nú einbeitt sér að náminu betur, þar sem hún þurfi ekki lengur að vinna fyrir sjálfri sér.

 

Helstu áhugamál hennar eru að horfa á kvikmyndir og spila blak og netbolta. Í framtíðinni langar hana til að verða viðskiptakona.

 

 

 

 

Victoria

pic 3 small

Nakagwa Victoria er 18 ára og er frá Kampala.

 

Hún er í sjöunda bekk í grunnskóla (P7).

 

Hún er búin að missa báða foreldra sína og býr í Lugala með frænku sinni og frænda, ásamt þremur stjúpsystkinum. Hún segir að Alnæmisbörn og CLF hafi hjálpað sér mikið þar sem þau borgi bæði fyrir skólagjöld og námsbækurnar.

 

Helsta áhugamál hennar er að lesa góða bók eftir amstur dagsins. Draumur hennar er að verða lögfræðingur, ef ekki lögfræðingur, þá söngkona eða leikari.

 

 

Mary

  pic 4   

Baluka Mary er 10 ára og er frá Palsa í austurhluta Úganda.

 

Hún er í fjórða bekk í grunnskóla.

 

Hún býr með foreldrum sínum ásamt tveimur bræðrum og fjórum systrum við bág kjör.

 

Helstu áhugamál hennar er að horfa á bíómyndir. Draumur hennar er að verða læknir. 

 

 

 

 Alice

alice s

Nazziwa Alice er 16 ára og er frá Kampala.

 

Hún er í þriðja bekk í framhaldsskóla (S3).

 

Hún er búin að missa föður sinn en býr hjá móður sinni ásamt systur sinni. Hún segir að stuðningurinn frá Alnæmisbörnum og CLF hafi hjálpað henni mikið. Hún geti einbeitt sér betur að náminu og þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vera send heim úr skólanum. 

 

Helstu áhugamál hennar er að lesa bækur, þá sérstaklega biblíuna og spila blak.  Draumur hennar er að verða gjaldkeri eða endurskoðandi.

 

 

 

Florence

florence

Lawino Florence er 18 ára og er frá Gulu í norðurhluta Úganda

 

Hún er í fimmta bekk í framhaldsskóla (S5).

 

Hún er búin að missa báða foreldra sína og býr hjá frænda sínum ásamt sex systkinum sínum. 

 

Hún segir að Alnæmisbörn og CLF hafi hjálpað sér mikið, þar sem hún væri sennilega á ömurlegum stað ef hún hefði ekki komist á styrk frá CLF. Hún væri líklega annað hvort gift og með barn eða á götunni.  Hún segir að hún hefur lært svo margt í skólanum með stuðningi CLF og er viss um að skólagangan muni hjálpa sér að ná markmiðum sínum.

 

Helstu áhugamál hennar er að lesa skáldsögur, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og dansa. Draumur hennar er að verða læknir. Hún vilji líka aðstoða börn sem eru eða hafa verið í hennar sporum.

 

 

 

Brenda

b

Kyarukunda Brenda er 18 ára og er frá Mbarara í vesturhluta Úganda

 

Hún er í síðasta bekk í framhaldsskóla (S6).

 

Báðir foreldrar hennar er á lífi og hún býr með móður sinni og tveimur systkinum við erfiðar aðstæður. Hún segir að Alnæmisbörn og CLF hafi hjálpað henni á svo marga vegu og því sé vart hægt að lýsa.

 

Helstu áhugamál hennar er að syngja og horfa á blak. Draumur hennar er að verða blaðamaður. 

 

 

 

 

 

Brenda

b2

Mukodal Brenda er 16 ára og er frá Jinja í austurhluta Úganda.

 

Hún er í öðrum bekk í framhaldsskóla (S2).

 

Hún er búin að missa báða foreldra sína og býr hjá frænda sínum ásamt þremur systkinum sínum. Hún segir að styrkurinn frá Alnæmisbörnum og CLF hafi auðveldað líf ömmu hennar, hún þurfi nú ekki lengur að vinna eins mikið og áður fyrr, en hún var farin að eiga erfitt með að vinna. Brátt hefði komið að því að hún hefði ekki haft möguleika á því að vinna fyrir skólagjöldunum. 

 

Helstu áhugamál hennar er að lesa bækur og rifja upp námsefnið. Draumur hennar er að verða læknir. 

 

 

 

Faridah

Faridah     

Nabukalu Faridah er 18 ára og er frá Rakai í austurhluta Úganda

 

Hún er í heimavistarskóla í fimmta bekk framhaldsskóla (S5).

 

Hún er búin að missa föður sinn en móðir hennar er enn á lífi. Hún segir að Alnæmisbörn og CLF hafa hjálpað sér mikið, en án skólastyrksins væri hún líklega ekki í skóla. Þegar hún var í fyrsta bekk í framhaldsskóla hafði frænka hennar ekki lengur efni á skólagjöldunum og í kjölfarið varð hún að hætta í skólanum og flytja aftur í þorpið. Skólastjórinn hafði fljótlega samband við hana þar sem hún er afbragðsnemandi og benti henni á að hafa samband við CLF. Það varð til þess að hún gat haldið námi sínu áfram.

 

Helstu áhugamál hennar er að hlusta á tónlist. Draumur hennar er að verða lögfræðingur. 

 

 

 

Florence

Florence2

  Nabuuma Florence er 17 ára og er frá Masaka í miðhluta Úganda

 

Hún er í fimmta bekk í framhaldsskóla (S5).

 

Hún er búin að missa báða foreldra sína og býr hjá frænku sinni ásamt  þremur systkinum. Hún segir að Alnæmisbörn og CLF hafi hjálpað sér mikið, en hún hafði hætt í grunnskóla þar sem frænka hennar hafði ekki efni á því að borga skólagjöldin.

 

Helstu áhugamál hennar er að fara í kirkju. Draumur hennar er að verða læknir. 

 

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan