mynd3

Verkmenntaskóli Candle Light Foundation í Úganda

Alnæmisbörn óska hér með eftir aðstoð til þess að byggja verkmenntaskóla fyrir bág­staddar ungar stúlkur í Kampala, höfuðborg Úganda. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur styrkt verk­efnið um 10 milljónir króna með þeim fyrirvara að Alnæmisbörn leggi til 30% í mót­framlag. Áætlaður heildarkostnaður fyrir verk­efnið eru 14,3 milljónir krónur. Eins og staðan er í dag vantar Alnæmisbörnum um þrjár milljónir til að ná því markmiði. Okkur þætti vænt um ef þið sæjuð ykkur fært að styrkja okkur með frjálsum framlögum til þess að ljúka þessum merka áfanga í starfi Alnæmisbarna. Munið að margt smátt gerir eitt stórt!

 

 

Hægt er að styrkja verkefnið með því að leggja inn pening á bankareikning Alnæmisbarna:

Bankareikningur: 0301-13-302043

Kennitala: 560404-3360

 

Upplýsingar um verkefnið

clfrosettesiggaselmaAlnæmisbörn eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð á Íslandi árið 2004 af Erlu Halldórsdóttur til þess að styðja við starfsemi frjálsu félagasamtakanna Candle Light Foundation (CLF) sem hún stofnaði í Kampala árið 2001. Meginmarkmið Alnæmisbarna og samstarfsaðila þeirra í Úganda, CLF, hefur frá upphafi verið að stuðla að menntun og hæfni bágstaddra stúlkna í Úganda til þess að standa á eigin fótum, auka öryggi þeirra, atvinnumöguleika og tekjur. Félagið hefur borgað grunnskólagjöld stúlkna og verknám í Kampala síðan 2004 og hefur Reykjavík Geothermal styrkt rekstrarkostnað CLF síðastliðin ár.

Candle Light Foundation hefur rekið verkmenntaskóla frá upphafi í leiguhúsnæði þar sem ungum bágstöddum stúlkum er boðið upp á verknám sem er sniðið að félagslegum og efnahags­legum aðstæðum í Úganda. Meðal námsgreina sem skólinn býður uppá er: hárgreiðslunám, nám í fatasaumi, bakstri, skreytingum, kertagerð og tölvunotkun. Verkmenntaskóli CLF er viður­kenndur af Mennta- og íþróttamálaráðuneyti Úganda og síðastliðin fjögur ár hefur ráðuneytið styrkt 222 stúlkur til verkmenntanáms við CLF.

Markmið Alnæmisbarna og CLFí dag er að reisa húsnæði undir verkmenntaskóla CLF vegna hækkandi húsaleigu á síðustu árum. Búið er að kaupa land undir skólann og er áætlað að hefja byggingu á skólanum vorið 2014. Þegar byggingu hefur verið lokið mun verkmenntaskóli CLF veita að minnsta kosti 230 bágstöddum ungum stúlkum og konum á aldrinum 12-30 ára hagnýtt verknám á ári hverju sem mun hjálpa þeim að auka tekjur sínar og fjölskyldu sinnar.

clfrosetteStarfið er liður í því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í Úganda þar sem konur hafa staðið höllum fæti í samfélaginu miðað við karlmenn, sérstaklega þegar kemur að menntun. Konur í Úganda flosna oft ungar upp úr skóla af mismunandi völdum, s.s. vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna, óviðunandi aðstæðna í skólum fyrir ungar stúlkur, og ríkjandi viðhorfs um að menntun drengja sé mikilvægari en menntun stúlkna. Sú þekking og menntun sem þær öðlast í gegnum verkefnið mun hafa jákvæð áhrif á líf þeirra, atvinnumöguleika og fjölskyldur, sem og samfélagið í heild.

Byggingin mun tryggja áframhaldandi rekstur skólans á sjálfbæran hátt þar sem að tekjur sem í dag renna í húsaleigu undir skólastarfið munu renna til reksturs skólans. Í dag fer of stór hluti rekstrartekna í húsaleigu og er bygging skólahússins forgangsatriði. Með því að fá skólabyggingu sem hýsir starfsemina án endurgjalds getur CLF í Úganda haldið áfram sínu mikilvæga starfi í þágu bágstaddra stúlkna í Úganda með stuðningi íslenskra styrktaraðila.

 

 

   

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan