styrkja

Alnæmisfaraldurinn geisar hvergi harðar en í Afríku. Vandinn sem við er að etja kemur okkur öllum við. Félagið Alnæmisbörn hefur undanfarin misseri stutt starfsemi Candle Light Foundation (CLF) í Kampala í Úganda. Frá upphafi hefur aðalmarkmið CLF verið að hjálpa ungum stúlkum sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisfaraldursins að hefja nýtt líf.

 

Með því að gefa stúlkunum tækifæri til þess að læra iðn (kertagerð, fatasaum, hárgreiðslu eða bakstur) hafa þær getað endurreist líf sitt. Mikilvægur hluti endurhæfingarinnar felst í því að læra að vinna og sjá um sig sjálfar, þ.e. að taka ábyrgð á eigin lífi. Í raun þurfa þær að læra upp á nýtt að sjá um sig sjálfar, ala upp börnin sín og næra þau, þvo þvott, elda mat, þrífa o.þ.h. Með því að taka þátt í starfi CLF sjá þær afrakstur vinnu sinnar og augljósan tilgang þess að taka líf sitt föstum tökum. Að auki geta stúlkur sótt um að fara aftur í skóla, og er það nám alfarið styrkt frá Íslandi með milligöngu Alnæmisbarna.

Vilt þú gera gæfumuninn í lífi ungrar stúlku í Úganda?

Hægt er að styðja Alnæmisbörn með ýmsu móti.

 

Frjáls framlög

Öll frjáls framlög fara óskipt til Alnæmisbarna og verða notuð til þess að greiða skólagjöld fyrir stúlkurnar í Kampala ásamt því að byggja nýtt húsnæði undir starfsemi Candle Light Foundation. Óskir þú eftir að styrkja ákveðið verkefni frekar en annað er hægt að taka það fram á greiðsluseðli. 

 

Bankareikningur Alnæmisbarna: 1155-15-40733 kt. 560404-3360

 

Langtíma styrktaraðili

Styrktaraðilar greiða yfirleitt á bilinu 500-2.500 kr. á mánuði í gegnum heimabanka sinn inn á reikning félagsins. Allir styrkir renna óskiptir til að greiða skólagöngu fyrir stúlkurnar í Kampala. Hægt er að nálgast stuðningssamkomulag með því að hafa samband við Hildi Gestsdóttur, með tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða í síma 6960885.

 

Alnæmisbörn leita eftir stuðningi þínum við áframhaldandi öflugt starf í Úganda.

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan